Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 15:30 Írakski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hafa handsamað hundruð erlendra vígamanna ISIS. Vísir/AFP Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira