Óveðursský yfir Jerúsalem Birgir Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar