Brak úr öryggisgirðingu kastaðist yfir leigubíl Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 13:56 Ökumaður bíls, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á girðinguna eftir að hafa teygti sig í veski sem hann missti á gólfið. Vísir/Ernir Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Litlu mátti mun að illa færi þegar brak úr öryggisgirðingu sem aðskilur akbrautir á Miklubraut kastaðist í leigubíl aðfaranótt síðastliðins sunnudag. Atvikið þegar ökumaður á leið vestur á Miklubraut, milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar, ók á öryggisgirðinguna. Leigubíll sem var á leið austur á Miklubraut með farþega fékk brakið úr girðingunni yfir sig en samkvæmt heimildum Vísis mátti litlu muna að illa færi. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að engin slys hafi orðið á fólki.Teygði sig eftir veski sem hann missti í gólfiðÖkumaður bílsins sem ók á öryggisgirðinguna er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn gaf lögreglu þá útskýringu að hann hefði misst sjónar af veginum þegar hann teygði sig eftir veski sem hann hafði misst í gólfið. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú að því að taka þessar öryggisgirðingar niður. Barst tilkynning í dag frá Vegagerðinni þess efnis að unnið yrði að því að taka þessar girðingar sem aðskilja akbrautar á Miklubraut frá svæðinu við Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð. Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í fimmtíu kílómetra á klukkustund og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar.Frá vettvangi banaslyssins á Miklubraut í nóvember síðastliðnum.VísirGirðingarnar þykja hættulegarGirðingar af þessari tegund þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana. Vegagerðin ákvað að fjarlægja girðingarnar eftir umrætt banaslys. Girðingarnar voru settar upp til að varna því að gangandi vegfarendur reyni að komast yfir hættulegur og umferðarmiklar götur. Vegagerðin taldi að vegrið beggja vegna girðinganna kæmi í veg fyrir að hætta stafaði af þeim fyrir akandi vegfarendur en annað kom í ljós. Er unnið að því að finna viðeigandi lausn sem mun varna því að vegfarendur reyni að komast yfir hættulegar og umferðarmiklar götur.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Vegagerðin fjarlægir járngirðingar eftir banaslys á Miklubraut Töldu þær öruggar samhliða vegriðum, en svo reyndist ekki að sögn Vegagerðarinnar. 27. nóvember 2017 19:40