Kaldar jólakveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík samræming myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í um 160 þúsund krónur á mánuði eða lækkun um tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Tillagan var vitaskuld felld, enda myndi núverandi meirihluti aldrei samþykkja að vega að þeim sem síst skyldi í samfélaginu og standa einna verst. Með þessum tillöguflutningi opinbera borgarfulltrúarnir þá skoðun sína að þeir sem minnst eða ekkert eiga geti tekið á sig miklar skerðingar. Það er mín einlæga skoðun að við eigum að mæta fólki í vanda þar sem það er statt með virðingu að leiðarjósi. Það er hlutverk sveitarfélaga að jafna kjör og sjá til þess að enginn líði skort og að hverjum og einum sé mætt á sínum forsendum. Þannig stuðlum við best að þátttöku allra í samfélaginu og sköpum þannig öfluga og lifandi borg. Ég vil hvetja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er með notendum fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar. Vinnan með notendum miðar að því að virkja alla til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Það er hreinlega skammarlegt að vega að þeim er síst skyldi, með tillögu sem þessari, nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt. Sem betur fer tilheyri ég þeim meirihluta sem er ósammála Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn um þetta og ævinlega þegar þeir hyggjast skerða kjör þeirra sem verst standa mun ég leggjast gegn slíkum tillögum enda eru þær til skammar í velferðarsamfélagi.Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar