Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 12:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. Vísir/AFP Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira