Sjóðir GAMMA kaupa hlut í Arctic Adventures Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 15:37 Forsvarsmenn Arctic Adventures segja að mikil tækifæri felist enn í ferðaþjónustunni. VÍSIR/PJETUR Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Sjóðir í stýringu hjá GAMMA Capital Management hafa keypt 15 prósent hlut í Arctic Adventures hf., fyrirtæki á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Arctic sameinaðist nýlega afþreyingarfyrirtækinu Extreme Iceland og er velta sameinaðs fyrirtækis um 5,6 milljarðar króna og starfsmenn um 250. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA og Arctic Adventures. Arctic býður upp á fjölda tegunda afþreyfinga á Íslandi; jöklagöngur, íshellaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir, hvalaskoðun, flúðasiglingar og kajakaferðir. Nýlega keypti Arctic Hótel Hof í Öræfasveit og Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur til að styðja við vöxt fyrirtækisins. Eftir kaupin eiga þeir Davíð Másson og Halldór Hafsteinsson saman tæplega 28 prósent hlut í félaginu, fyrrum eigendur Extreme Iceland eiga samtals 27 prósent, sjóðir á vegum GAMMA 15 prósent og Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason tæplega 14 prósent hvor. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures, segir eigendur fyrirtækisins fagna fjárfestingu GAMMA og sjá áframhaldandi tækifæri í ferðaþjónustu hér á landi. „Eigendur Arctic Adventures fagna því að fá sjóði GAMMA inn í eigendahópinn. Við lítum á GAMMA sem framsýnan fjárfesti sem passi vel inn í stefnu Arctic. Arctic hefur vaxið mikið síðustu ár og teljum við ennþá vera mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið er í góðri stöðu, með góða afkomu og lága skuldsetningu sem gerir okkur kleift að halda áfram að vaxa og styrkja stöðu okkar á þessum spennandi markaði. Við stefnum á skráningu á markað á árinu 2019 og teljum við aðkomu GAMMA styrkja okkur í þeirri vegferð.“ Sjóðir í rekstri GAMMA Capital Management fjárfesta fyrir hönd sjóðsfélaga samkvæmt skilgreindri fjárfestingarstefnu. Eignir í stýringu hjá GAMMA eru um 140 milljarðar króna og rekur fyrirtækið tvo verðbréfasjóði, sex fjárfestingarsjóði og 23 fagfjárfestasjóði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira