Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2017 11:00 Þeir feðgar Bolli og Ófeigur segjast finna verulegan mun á verslun þegar lokanir ganga í gegn. Nú á að loka á kvöldin og nóttunni sem vekur töluverða furðu meðal verslunarmanna á Skólavörðustíg. Vísir/Eyþór Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28