Sóknin er besta vörnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar