Andrési Inga boðið í kaffi til Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 30. nóvember 2017 14:41 Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun