Hörður Björgvin á eina bestu tilvitnun vikunnar hjá FIFA: Heimurinn hissa en ekki við strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:00 Hörður Björgvin Magnússon fagnar sæti á HM 2018. Vísir/Ernir Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi ævintýri íslenska knattspyrnulandsliðsins í síðustu viku og ummæli hans komust á lista hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, yfir bestur tilvitnanir vikunnar. Hörður Björgvin, sem leikur með Bristol City í ensku b-deildinni, var í viðtali hjá netsíðunni Goal.com og talaði um afrek íslenska fótboltalandsliðsins að komast á HM í fyrsta sinn.“Qualification is not really a surprise for us. It’s always been a goal for us, qualifying for a big tournament"@HordurM34 on going to next year's #WorldCuphttps://t.co/1J5nJpVZDUpic.twitter.com/6ApM2Eh0G6 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 18, 2017 „Það kemur okkur ekki á óvart að hafa komist á HM. Það hefur alltaf verið markmið hjá okkur að komast á stórmót. Við höfum ekki leikmenn eins og Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði en við erum með leikmenn sem vinna vel saman og sem ein liðsheild. Það var sá andi sem hjálpaði okkur að vinna England á Evrópumótinu og getur komið okkur enn lengra,“ sagði Hörður Björgvin í viðtalinu við Goal.com sem kom honum í tilvitnunarhóp vikunnar hjá FIFA. Hörður Björgvin er þar í hópi með Gianluigi Buffon, fyrirliða ítalska landsliðsins, Janne Andersson, þjálfara sænska landsliðsins, Marcus Rashford, leikmanni enska landsliðsins, Brasilíumanninum Robinho og Sadio Mane, leikmanni Liverpool og landsliðs Senegal. Þar eiga líka Jose Mourinho, Ronaldinho, Age Hareide og Gus Poyet líka skemmtilegar tilvitnanir. Það má nálgast alla samantekt FIFA með því að smella hér. Hörður Björgvin vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í miðri undankeppninni og skoraði meðal annars ótrúlega mikilvægt sigurmark á móti Króatíu í Laugardalnum. Án sigurmarksins hans í Króatíuleiknum í júní þá hefði íslenska landsliðið ekki unnið riðilinn og því þurft að fara í umspil um sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira