Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem blómstruðu eftir landsleikjafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 12:15 Lið 8. umferðarinnar. Mynd/S2 Sport Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira