Borgarbúar biðu í allt að fjóra tíma í röð eftir dekkjaskiptum í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 21:00 Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér. Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér.
Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16
Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58