„Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 13:26 Emmerson Mnangagwa er kallaður Krókódíllinn. Vísir/AFP Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu. Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu.
Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48