Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 23:30 Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Vísir/epa Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25