Eins og „árás“ hafi verið gerð á húsið Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 14:24 Skemmdirnar urðu miklar. Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu. Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu.
Veður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira