Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 06:45 Myndin sem Ingi birti á Instagram-síðu sinni og varð til þess að Egill fór í mál. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla að mati Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. Rökstyður hann mál sitt í grein á vefsíðu sinni með því að MDE hafi hafnað miskabótakröfu Egils þrátt fyrir að hafa sakfellt íslenska ríkið. Það heyri til undantekninga og sé ekki sérstaklega rökstutt í dómnum. Davíð segir málið snúast um hvort ummæli Inga Kristjáns Sigurmarssonar, sem Egill kærði fyrir meiðyrði og var sýknaður, „Fuck you rapist bastard“ fælu í sér gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd. Hæstiréttur taldi þau gildisdóm en MDE staðhæfingu um staðreynd.Sjá einnig: Íslenska ríkið braut á mannréttindum EgilsDavíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskóla Íslands.vísir/stefán„Í dómi MDE er talið að Egill, hvort heldur undir eigin nafni eða „listamannsnafninu Gillzenegger (Gillz)“, væri þekkt persóna. Hann yrði þannig, sem og vegna eigin þátttöku í almennri umræðu um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi, að þola hvassari umfjöllun í sinn garð en annars hefði verið,“ segir Davíð í grein sinni. Meirihluti Hæstaréttar hefði því talið um gildisdóm að ræða enda þyrfti að skoða ummælin í víðara samhengi „þeirrar umræðu sem Egill hefði staðið fyrir á opinberum vettvangi. Hann hefði kallað þessi viðbrögð yfir sig og yrði að þola þau.“ Því hafi MDE hins vegar verið ósammála og lagði áherslu á að orðið nauðgari („rapist“) lýsti í raun hlutlægum aðstæðum „og ef nákvæmlega væri skoðað í hvaða röð atburðir gerðust hefði Hæstiréttur ekki haft nægilega rík rök, þrátt fyrir að ummælin væru þáttur í óvæginni umræðu, til að meta ummæli Inga Kristjáns sem gildisdóm. Frekar væri um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem enginn grundvöllur væri fyrir,“ eins og Davíð lýsir. Að þessari niðurstöðu hafi MDE komist þratt fyrir að hafa viðurkennt svigrúm Hæstaréttar til að meta ummæli Inga Kristjáns út frá þeirri umræðu sem Egill hefði sjálfur staðið fyrir - hið svokallaða víðara samhengi. Tveir dómarar MDE lýstu sig ósammála niðurstöðu meirihlutans og sögðu að virða bæri svigrúm Hæstaréttar til mats á ummælunum Var áherslan í sératkvæðunum lögð á „fyrri framkomu Egils í opinberri umræðu sem hefði lotið mjög að kynfrelsi kvenna og með henni hefði hann kallað yfir sig hvöss ummæli í sinn garð“ og að mat Hæstaréttar „væri stutt viðeigandi rökum og væri skynsamlegt og sanngjarnt og ekki næg ástæða til að endurskoða það.“ Þessum minnihlutaálitum er íslenski prófessorinn sammála. Mat Hæstaréttar hafi verið ígrundað og að með með fyrri framgöngu sinni í opinberri umræðu hefði Agli mátt vera ljóst að hann kynni að kalla yfir sig hvöss viðbrögð sem hann yrði að una. „Hann hafi með öðrum orðum sjálfur slegið tón umræðunnar með þátttöku sinni í opinberri umræðu í bráð og lengd,“ eins og Davíð orðar það.Egill EinarssonÞá þykir prófessornum það vera til marks um að Egill, sem væri með þekkt persóna, hefði með eigin framgöngu að nokkru kallað þessi viðbrögð yfir. Því hafi MDE ekki þótt rétt að dæma honum miskabætur við þær aðstæður.Flækir málin fyrir íslenska dómstólaDavíð segir að þessi dómur verði til þess að skilaboðin frá MDE til íslenskra dómstóla í tjáningarfrelsins- og ærumeiðingarmálum séu orðin „nokkuð misvísandi.“ Skilaboðin séu til þess fallin að gera landsdómstólum fremur erfitt fyrir. „Erfitt getur verið að átta sig á hvenær og á hvaða grundvelli MDE unir mati landsdómstóla og hvenær ekki,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir þetta bakslag verður engu að síður að hvetja íslenska dómstóla til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið síðustu misseri um að taka í vaxandi mæli mið af dómaframkvæmd MDE þar sem við á. Hætt er þó við að þessi dómur MDE, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, virki letjandi á íslenska dómara í þeim efnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40