Þolinmæði gagnvart kerfisbreytingum Bolli Héðinsson skrifar 31. október 2017 07:00 Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Björt framtíð reis úr öskustónni fyrir kosningarnar 2016 með því að greiða einn flokka atkvæði gegn búvörusamningnum og sýna þannig fram á að hún væri flokkur kerfisbreytinga. Flokkurinn fór svo í ríkisstjórn án þess að ná fram kerfisbreytingum. Á meðan á ríkisstjórnarsamstarfinu stóð lágu forráðamenn Bjartrar framtíðar undir stöðugu ámæli fyrir að hafa farið í ríkisstjórn upp á þessi býti. Samfélagsmiðlar voru dag eftir dag uppfullir af ásökunum, dylgjum og oft á tíðum yfirgengilegri illmælgi í garð forystu Bjartrar framtíðar. Lærdómurinn af þessu hlýtur að vera sá að fyrir flokka eins og Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem allir hafa boðað kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, auk nýrrar stjórnarskrár, þá verða þessir flokkar að ná áþreifanlegum árangri í ríkisstjórnarsamstarfi strax svo þeir megi forðast það að lenda í því sama og Björt framtíð. Þolinmæði kjósenda fyrir sýnilegum árangri af stjórnarsamstarfi er ekki mæld í árum heldur fáeinum mánuðum.Útboð aflaheimilda – stjórnarskrá – landbúnaður Þannig geta Píratar ekki vænst friðhelgi frá kjósendum sínum ef ekki verður búið að skipa hóp til að beinlínis ganga frá nýrri stjórnarskrá í annarri eða þriðju viku eftir myndun ríkisstjórnar sem þeir eiga aðild að. Aukinn innflutningur landbúnaðarvara og dregið úr miðstýringu í mjólkur- og kjötframleiðslu yrði að sjást innan örfárra mánaða hjá Viðreisn og Samfylking yrði að tryggja að útboð veiðiheimilda vegna veiða á makríl fari fram ekki seinna en fyrir páska. Það er liðinn sá tími að nægi að segja kjósendum að málin séu komin í nefnd eða farveg og svo líður og bíður, ekkert gerist og fyrr en varir er komið að lokum kjörtímabils. Þessi vinnubrögð eru einfaldlega ekki lengur í boði. Almenningur sættir sig ekki við að slíkt sé viðhaft um mál sem þegar hafa verið rædd í þaula og vitað er hverjir eru og verða alltaf á móti og hverjir eru með. Þetta gildir a.m.k. um útboð aflaheimilda og nýja stjórnarskrá.Höfundur er hagfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun