Hagtölur hugga ekki listlausa þjóð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. október 2017 07:00 Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar