Ný landbúnaðarstefna Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2017 10:15 Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar