Hvað ætlar þú að gera á morgun? Ég ætla að kjósa Arnbjörn Ólafsson skrifar 27. október 2017 15:44 Ég ætla að kjósa á morgun. Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað. Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það. Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu. En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum. En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum. Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur. Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar. Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu. Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn. Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli. Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.Arnbjörn Ólafsson Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa á morgun. Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað. Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það. Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu. En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum. En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum. Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur. Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar. Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu. Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn. Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli. Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.Arnbjörn Ólafsson Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi