Heilbrigð sál í hraustum líkama Willum Þór Þórsson og Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Willum Þór Þórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar