Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2017 20:58 Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira