Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2017 20:00 Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi. Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi.
Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira