Iðnnám er töff Ágúst Már Garðarsson skrifar 18. október 2017 10:45 Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er töff að læra praktíska iðngrein og verða góður í henni, það getur farið með mann á merkilega staði og veitt manni mikla innsýn inn í samfélagið. Ég er kokkur, pabbi er blikksmiður og afi minn var pípari, bróðir pabba er líka húsasmiður, ég er úr fjölskyldu fjölbreyttra iðngreina. Einnig eru iðnnemar og iðnaðarmenn dýrmætir til að halda við faglegum vinnubrögðum og framleiðni á uppgangstímum. Mitt iðnnám hefur verið mér ótrúlega dýrmætt og gefið mér tækifæri til að starfa innan ótrúlega mismunandi geira allt frá leikskólum og skólum Hjallastefnunnar til alþjóðlegra fyrirtækja eins og Icelandair og Marel, og þá meina ég alls ekki að leikskólarnir séu neðarlega á virðingarstiganum, þvert á móti lærði ég ótrúlega margt þar. Yfirvöld þurfa að gera gangskör í að endurvekja virðingu og vinsældir iðnnáms því að ásamt hátæknimenntun munu iðngreinar líklegast lifa af og verða mikilvægur þáttur í sjálfvirknivæðingunni sem nú fer að skella á okkur(og ég verð vitni að hér hjá Marel frá fyrstu hendi). Kokkar, bakarar, pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar, þjónar, blikksmiðir og svo margar iðngreinar eru undirstaða framkvæmda og framþróunar í samfélaginu og undirstaða vandaðra vinnubragða og gæða. En við sem samfélag þurfum líka að breyta hugarfari okkar til iðnnáms og vera opin fyrir að börnin okkar fari líka þá leið jafnt sem hina hefðbundnari leið menntaskóla og háskóla. Við þurfum að skoða viðhorf okkar til iðngreina upp á nýtt. Einnig þarf ríkið að styrkja innviði iðngreina og aðbúnað, ásamt því að gera námið aðgengilegra og fýsilegra. Alls staðar þar sem það hefur verið gert hefur fagmennska og gæði iðnámsins aukist til muna. Til þess býð ég mig fram meðal annars og mun berjast fyrir upphafningu iðngreina til vegs og virðingar. Ég er stoltur iðnaðarmaður.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fv. varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður.