Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 12:36 Boðað ferðabann Trump hefur verið umdeilt á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/AFP Alríkisdómarar á Havaí og í Maryland hafa stöðvað nýtt ferðabann ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum sem átti að taka gildi í dag. Annar þeirra vísaði til orða Trump sjálfs um að bannið beindist fyrst og fremst að múslimum. Bannið sem átti að taka gildi í dag beindist að Sýrlandi, Líbíu, Íran, Jemen, Tsjad, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Dómari á Havaí stöðvaði gildistökuna í gær fyrir öll löndin nema þau tvö síðastnefndu, að því er segir í frétt Washington Post. Taldi dómarinn að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum. Bannið átti að útiloka þá borgara ríkjanna sem hefðu ekki „raunverulegt“ samband við Bandaríkin. Dómarinn í Maryland taldi einnig að Trump hefði tekið sér vald sem hann hafi ekki að hluta til. Sá taldi að orð Trump í kosningabaráttunni sýndu fram á að hann ætlaði banninu að beinast gegn múslimum. Því stangaðist ferðabann hans á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Trump hefur þegar lýst því yfir að það muni áfrýja úrskurði dómarans á Havaí. Fyrri tilraunir ríkisstjórnar Trump til að koma á ferðabanni hafa einnig verið stöðvaðar af dómstólum. Útgáfan sem nú var slegin niður tímabundið er sú þriðja sem Trump hefur lagt til. Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Alríkisdómarar á Havaí og í Maryland hafa stöðvað nýtt ferðabann ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum sem átti að taka gildi í dag. Annar þeirra vísaði til orða Trump sjálfs um að bannið beindist fyrst og fremst að múslimum. Bannið sem átti að taka gildi í dag beindist að Sýrlandi, Líbíu, Íran, Jemen, Tsjad, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Dómari á Havaí stöðvaði gildistökuna í gær fyrir öll löndin nema þau tvö síðastnefndu, að því er segir í frétt Washington Post. Taldi dómarinn að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum. Bannið átti að útiloka þá borgara ríkjanna sem hefðu ekki „raunverulegt“ samband við Bandaríkin. Dómarinn í Maryland taldi einnig að Trump hefði tekið sér vald sem hann hafi ekki að hluta til. Sá taldi að orð Trump í kosningabaráttunni sýndu fram á að hann ætlaði banninu að beinast gegn múslimum. Því stangaðist ferðabann hans á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Trump hefur þegar lýst því yfir að það muni áfrýja úrskurði dómarans á Havaí. Fyrri tilraunir ríkisstjórnar Trump til að koma á ferðabanni hafa einnig verið stöðvaðar af dómstólum. Útgáfan sem nú var slegin niður tímabundið er sú þriðja sem Trump hefur lagt til.
Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47