Vaxtakostnaður vanrækslunnar Þórir Garðarsson skrifar 6. október 2017 15:04 Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar