Reynir að hafa fé af hrekklausum konum á Tinder Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2017 10:04 Fjallmyndalegur á framandi slóðum með apa á öxl fer þessi stórsjarmör um Tinder og reynir hafa fé af hrekklausum konum. „Þessi fallegi maður er/var vafrandi á Tinder. Hann er því miður ekki allur þar sem hann er séður, tókst næstum að plata út úr mér stóra peningaupphæð en það slapp. Langaði bara að vara ykkur við,“ skrifar kona nokkur inn á Facebookhópinn Beauty tips.Fjallmyndalegur sjarmör með apa á öxl Með birtir hún mynd af manninum og þar fer greinilega ævintýramaður, fjallmyndalegur á framandi slóðum, með sólgleraugu og apa á öxlinni. Ekki er hægt að segja að hann sé frumlegur í tilraunum sínum til að hafa fé af þeim konum sem hann kemst í kynni við á stefnumótaforritinu Tinder; reyndar er Nígeríusvindl-bragur á aðferðum hans. Og fastlega má gera ráð fyrir því að myndin sem hann birtir af sér á Tinder sé illa fengin. Vísir fann þó ekki samsvarandi mynd með lauslegri leit á Google. Í lýsingu á sér sem fylgir segist maðurinn vera einstæður faðir og börnin séu eina fjölskyldan sem hann á en konu sína missti hann, að sögn, fyrir fimm árum. Hjartnæm saga.Ófrumlegur en sannfærandi svikahrappur Konan lýsir því nánar hvernig hrappurinn ber sig að við vafasama iðju sína. Hún segist hafa verið kjáni en í stuttu máli þá er „hann mikill sjarmur og vildi senda mér mjög verðmætan pakka til að geyma fyrir sig af því hann mátti ekki hafa svoleiðis þar sem hann „er“. Pakkinn, sem er örugglega ekki til, festist í Tyrklandi og þurfti að borga stórfé til að koma honum áfram ... algjört kjaftæði og það var þar sem ég fór að hugsa en ég var næstum búin að borga svo sannfærandi var hann.“ Eftir að hafa áttað sig á því að þarna væri eitthvað vafasamt á ferðinni og kynnt sér málin sýnist henni þarna um klassískt svindl að ræða. Fleiri konur taka í sama streng, í umræðu í athugasemdum við þessi varnaðarorð. Önnur segist hafa lent í einum slíkum og þeir séu örugglega fleiri vafasamir á ferð á þessum slóðum. „Borgaði ekki en þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Gott hjá þér að láta vita. Hafði hugsað það saman en fannst ég einmitt svo mikill kjáni.“ Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þessi fallegi maður er/var vafrandi á Tinder. Hann er því miður ekki allur þar sem hann er séður, tókst næstum að plata út úr mér stóra peningaupphæð en það slapp. Langaði bara að vara ykkur við,“ skrifar kona nokkur inn á Facebookhópinn Beauty tips.Fjallmyndalegur sjarmör með apa á öxl Með birtir hún mynd af manninum og þar fer greinilega ævintýramaður, fjallmyndalegur á framandi slóðum, með sólgleraugu og apa á öxlinni. Ekki er hægt að segja að hann sé frumlegur í tilraunum sínum til að hafa fé af þeim konum sem hann kemst í kynni við á stefnumótaforritinu Tinder; reyndar er Nígeríusvindl-bragur á aðferðum hans. Og fastlega má gera ráð fyrir því að myndin sem hann birtir af sér á Tinder sé illa fengin. Vísir fann þó ekki samsvarandi mynd með lauslegri leit á Google. Í lýsingu á sér sem fylgir segist maðurinn vera einstæður faðir og börnin séu eina fjölskyldan sem hann á en konu sína missti hann, að sögn, fyrir fimm árum. Hjartnæm saga.Ófrumlegur en sannfærandi svikahrappur Konan lýsir því nánar hvernig hrappurinn ber sig að við vafasama iðju sína. Hún segist hafa verið kjáni en í stuttu máli þá er „hann mikill sjarmur og vildi senda mér mjög verðmætan pakka til að geyma fyrir sig af því hann mátti ekki hafa svoleiðis þar sem hann „er“. Pakkinn, sem er örugglega ekki til, festist í Tyrklandi og þurfti að borga stórfé til að koma honum áfram ... algjört kjaftæði og það var þar sem ég fór að hugsa en ég var næstum búin að borga svo sannfærandi var hann.“ Eftir að hafa áttað sig á því að þarna væri eitthvað vafasamt á ferðinni og kynnt sér málin sýnist henni þarna um klassískt svindl að ræða. Fleiri konur taka í sama streng, í umræðu í athugasemdum við þessi varnaðarorð. Önnur segist hafa lent í einum slíkum og þeir séu örugglega fleiri vafasamir á ferð á þessum slóðum. „Borgaði ekki en þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Gott hjá þér að láta vita. Hafði hugsað það saman en fannst ég einmitt svo mikill kjáni.“
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira