Aðildarumsókn í læstri skúffu Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun