Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2017 19:00 Mikil umferðaraukning hefur verið á veginum um Dynjandisheiði undanfarin ár sem þolir ekki álagið. Mynd/Ragnar Þorsteinsson „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020. Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
„Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020.
Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent