Umheimur á hröðu breytingaskeiði Guðmunda Smáradóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar