Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 15:23 Brúin yfir Kolgrímu við Skálafell rétt vestan við Mýrar. Eins og sjá má er rennsli í ánni mjög mikið. Lögreglan á Suðurlandi Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira