Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Erla Björg Gunnarsdóttir og Hersir Aron Ólafsson skrifa 29. september 2017 20:00 Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira