Eiga von á samdrætti í sölu á ferðum til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 09:59 Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira