Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 14:12 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, undrast orð Bjarna Benediktssonar og segir launahækkanir tekjuhárra ríkisstarfsmanna setja nýjar kjaralínur. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00