Galin umræða Bolli Héðinsson skrifar 19. september 2017 06:00 Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Svo furðulegt sem það kann að virðast þá fara fram viðtöl í fjölmiðlum um útflutning á lambakjöti og aldrei er spurt að því hvað útlendingarnir greiði fyrir kjötið. Staðreyndin er nefnilega sú að útlendingar fá kjötið langt undir því verði sem það er selt á innanlands. Greiðslan fyrir útflutt kjöt hefur sennilega aldrei nægt fyrir framleiðslukostnaði og mun ekki gera það um fyrirsjáanlega framtíð. Svo lengi sem elstu menn muna þá hefur þjóðinni verið talin trú um að útlendingar séu rétt handan við hornið að uppgötva íslenska lambakjötið og muni greiða fyrir það hæsta verð. Hér nægir t.d. að minna á lambakjötsútrásina þegar veitingastaður var stofnaður í London í þessu skyni fyrir meira en hálfri öld. Hvað gerir það mögulegt að flytja út lambakjöt og selja við lágu verði? Skýringin er að framleiðendurnir njóti með einum eða öðrum hætti stuðnings ríkisins. Styrkurinn hefur í gegnum tíðina heitið mismunandi nöfnum allt frá útflutningsbótum til beingreiðslna. Hverjir samþykktu þetta fyrirkomulag? Hver er ábyrgð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem fyrir réttu ári, einir stjórnmálaflokka, samþykktu langtímasamning um sauðfjárframleiðslu sem mun bara auka á vandann? Í fyrsta sinn í áratugi eru málefni landbúnaðarins ekki á hendi ráðherra sem kemur úr einum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, Framsóknar- og VG. Ef svo væri, þá væri sjálfsagt þegar búið að afhenda hundruð milljóna af almannfé til að halda áfram óbreyttri vegferð sem hefur leitt sauðfjárbændur í öngstræti og vanda sauðfjárræktarinnar yrði enn skotið á frest. En hvenær á þá að taka á málum? Er eitthvað verra að gera það núna eða á að halda áfram að fresta hinu óhjákvæmilega sem blasað hefur við í áratugi? Í kosningabaráttunni sem er fram undan er viðbúið að það verði nægir til að bjóða sauðfjárbændum gull og græna skóga. Hverju væru sauðfjárbændur bættari? Kjósendur ættu að fylgjast vel með því hvaða stjórnmálaflokkar segja við bændur að það eina sem þurfi séu hundruð milljóna af almannafé og það muni þeir sjá um.Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar