Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. september 2017 06:00 Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun