„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 09:01 Sigurður segir plast mjög góða vöru ef hún sé notuð rétt. Íslendingar þurfi að bæta sig í endurvinnslu á plasti. vísir/eyþór Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30
Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42
Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57