Háskólinn á Akureyri 30 ára Eyjólfur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 08:00 Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar