Traust á fjármálakerfinu og endurskoðun peningastefnu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Áskoranir íslenskrar hagstjórnar eru margvíslegar og hverfa ekki þótt vel ári. Það er erfitt að hafa áhrif á ýmsa þætti hagstjórnar hér á landi, til að mynda hversu smátt hagkerfið okkar er eða að útflutningurinn er að mestu byggður á náttúruauðlindum og því sveiflukenndari en ella. Hins vegar eru ákveðin verkefni sem stefnumótandi aðilar hafa á sínu valdi sem mikilvægt er að ráðast í til að styrkja umgjörð hagkerfisins og viðnámsþrótt þess. Annars vegar að efla traust á fjármálakerfinu og hins vegar endurskoðun peningastefnunnar. Til að stefnumótunin sé farsæl, þá þarf að tvinna þessa tvo þræði saman.Sameina þarf fjármálaeftirlit Um áratug fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu var starfsemi fjármálaeftirlits og seðlabanka aðskilin í mörgum ríkjum, m.a. vegna þess að skynsamlegt þótti að aðskilja eftirlit með öryggi innstæðueigenda og fjármálastöðugleika. Bankaeftirlitið var aðskilið Seðlabanka Íslands árið 1999 og Fjármálaeftirlitið stofnað. Í fjármálakreppunni komu fram miklir vankantar á þessari útfærslu, þar sem heildarsýn á áhættuþætti fjármálakerfisins skorti hjá Seðlabankanum sem lánveitanda til þrautavara. Fram hafa komið sterk rök hjá sérfræðingum á þessu sviði í þá veru að bankaeftirlit eigi heima hjá seðlabönkum. Þróunin hefur verið sú hjá þeim ríkjum sem lentu í miklum erfiðleikum í fjármálakreppunni að þau hafa verið að veita seðlabönkum auknar heimildir á sviði þjóðhagsvarúðar og má nefna Holland og Írland. Sum ríki, líkt og Bretland, hafa sameinað eftirlit með fjárhagsstöðu lánastofnana á nýjan leik innan Englandsbanka. Það er brýnt að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hver ávinningurinn af sameinuðu fjármálaeftirliti á Íslandi sé.Skortir skýrt umboð Mikil umræða hefur lengi verið á Íslandi um gjaldmiðlamál og tilfinningalegt samband þjóðarinnar við krónuna er oft lævi blandið. Stundum mætti halda að hún væri upphaf og endir alls. Það er hins vegar ekki svo, því gjaldmiðillinn er fremur eins og hitamælir hagkerfisins. Ef hagstjórnin er styrk og framsýn, þá má draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Það gefur augaleið að það er meiri áskorun í litlu opnu hagkerfi, en ef samspil peningastefnu og ríkisfjármála er rétt og regluverk á fjármálamarkaði skilvirkt, þá er hægt að ná árangri. Til að auka traust og trúverðugleika, þá þarf að halda áfram að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Ráðist hefur verið í margar aðgerðir á undanförum misserum. Meðal annars að innleiða stýritæki til að tempra fjármagnsinnstreymi og breyta reglum um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Hins vegar þarf að horfa til fleiri hagstjórnartækja en stýrivaxta ef árangur á að nást í peningastefnunni og fyrirbyggja þarf að kerfisáhætta byggist upp í fjármálakerfinu. Til auka líkurnar á því að markmið um efnahagslegan stöðugleika náist, þá verður að leggja meiri áherslu á að samtvinna framkvæmd peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu. Þetta er best gert með því að sameina fjármálaeftirlit á Íslandi til að hámarka styrk af kerfinu.Allt sem þarf er samvinna Stefnumótandi aðilar á Íslandi verða að skilja að þetta gerist í samvinnu Alþingis og lykilstofnana. Ef ekki er farið af stað í slíka vegferð með því hugarfari, þá skortir vegferðina umboð. Endurskoðun peningastefnunnar á að einblína á þessa þætti og bind ég miklar vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir. Hins vegar er mjög bagalegt þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar eru stöðugt að senda misvísandi skilaboð um umboð nefndarinnar og verkefni. Þetta verklag er ekki líklegt til að skila tilætluðum árangri og dregur úr trausti á getu stjórnvalda til að sigla í höfn þjóðfélagslega mikilvægum verkefnum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Áskoranir íslenskrar hagstjórnar eru margvíslegar og hverfa ekki þótt vel ári. Það er erfitt að hafa áhrif á ýmsa þætti hagstjórnar hér á landi, til að mynda hversu smátt hagkerfið okkar er eða að útflutningurinn er að mestu byggður á náttúruauðlindum og því sveiflukenndari en ella. Hins vegar eru ákveðin verkefni sem stefnumótandi aðilar hafa á sínu valdi sem mikilvægt er að ráðast í til að styrkja umgjörð hagkerfisins og viðnámsþrótt þess. Annars vegar að efla traust á fjármálakerfinu og hins vegar endurskoðun peningastefnunnar. Til að stefnumótunin sé farsæl, þá þarf að tvinna þessa tvo þræði saman.Sameina þarf fjármálaeftirlit Um áratug fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu var starfsemi fjármálaeftirlits og seðlabanka aðskilin í mörgum ríkjum, m.a. vegna þess að skynsamlegt þótti að aðskilja eftirlit með öryggi innstæðueigenda og fjármálastöðugleika. Bankaeftirlitið var aðskilið Seðlabanka Íslands árið 1999 og Fjármálaeftirlitið stofnað. Í fjármálakreppunni komu fram miklir vankantar á þessari útfærslu, þar sem heildarsýn á áhættuþætti fjármálakerfisins skorti hjá Seðlabankanum sem lánveitanda til þrautavara. Fram hafa komið sterk rök hjá sérfræðingum á þessu sviði í þá veru að bankaeftirlit eigi heima hjá seðlabönkum. Þróunin hefur verið sú hjá þeim ríkjum sem lentu í miklum erfiðleikum í fjármálakreppunni að þau hafa verið að veita seðlabönkum auknar heimildir á sviði þjóðhagsvarúðar og má nefna Holland og Írland. Sum ríki, líkt og Bretland, hafa sameinað eftirlit með fjárhagsstöðu lánastofnana á nýjan leik innan Englandsbanka. Það er brýnt að fara gaumgæfilega ofan í saumana á því hver ávinningurinn af sameinuðu fjármálaeftirliti á Íslandi sé.Skortir skýrt umboð Mikil umræða hefur lengi verið á Íslandi um gjaldmiðlamál og tilfinningalegt samband þjóðarinnar við krónuna er oft lævi blandið. Stundum mætti halda að hún væri upphaf og endir alls. Það er hins vegar ekki svo, því gjaldmiðillinn er fremur eins og hitamælir hagkerfisins. Ef hagstjórnin er styrk og framsýn, þá má draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Það gefur augaleið að það er meiri áskorun í litlu opnu hagkerfi, en ef samspil peningastefnu og ríkisfjármála er rétt og regluverk á fjármálamarkaði skilvirkt, þá er hægt að ná árangri. Til að auka traust og trúverðugleika, þá þarf að halda áfram að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Ráðist hefur verið í margar aðgerðir á undanförum misserum. Meðal annars að innleiða stýritæki til að tempra fjármagnsinnstreymi og breyta reglum um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Hins vegar þarf að horfa til fleiri hagstjórnartækja en stýrivaxta ef árangur á að nást í peningastefnunni og fyrirbyggja þarf að kerfisáhætta byggist upp í fjármálakerfinu. Til auka líkurnar á því að markmið um efnahagslegan stöðugleika náist, þá verður að leggja meiri áherslu á að samtvinna framkvæmd peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu. Þetta er best gert með því að sameina fjármálaeftirlit á Íslandi til að hámarka styrk af kerfinu.Allt sem þarf er samvinna Stefnumótandi aðilar á Íslandi verða að skilja að þetta gerist í samvinnu Alþingis og lykilstofnana. Ef ekki er farið af stað í slíka vegferð með því hugarfari, þá skortir vegferðina umboð. Endurskoðun peningastefnunnar á að einblína á þessa þætti og bind ég miklar vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir. Hins vegar er mjög bagalegt þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar eru stöðugt að senda misvísandi skilaboð um umboð nefndarinnar og verkefni. Þetta verklag er ekki líklegt til að skila tilætluðum árangri og dregur úr trausti á getu stjórnvalda til að sigla í höfn þjóðfélagslega mikilvægum verkefnum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun