Svartolía heyri fortíðinni til Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 14:22 Ekki er hægt að tengja skemmtiferðaskip við rafmagn í íslenskum höfnum. Þess í stað brenna þau skipagasolíu. Vísir/Stefán Ekki er hægt að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi án aðkomu stjórnvalda og banna ætti bruna svartolíu við strendur landsins til að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsaloftegunda, að sögn hafnarstjóra Faxaflóahafna. Svifryksmegnun við Reykjavíkurhöfn mælist um tvöhundruð sinnum meiri en eðlilegt má teljast þegar skemmtiferðaskip liggja þar við bryggju, samkvæmt rannsókn sem Náttúruverndarsamtök Íslands með aðstoð þýskra samtaka kynntu í gær. Flest skemmtiferðaskipin brenna svartolíu en við bruna hennar losnar mikið magn sótagna út í andrúmsloftið. Slíkar agnir eru skaðlegar heilsu manna og eru loftmengun af þessu tagi talin ábyrg fyrir dauða milljóna manna um allan heim árlega.Sjá einnig:Menga eins og milljón bílar Bruni svartolíunnar losar einnig verulegt magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Sótagnirnar geta ennfremur magnað hlýnunina þegar þær setjast á snjó og ís á norðurskautinu. Þær dekkja yfirborðið sem drekkur þá í sig sólargeislun sem hefði annars endurkastast af skjannahvítu yfirborðinu aftur út í geim.Mikil loftmengun mældist við höfnina þegar þýskur sérfræðingur kannaði það í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands.Orkuþörf á við þokkalega stór sveitarfélögTil að draga úr þessari mengun sem á sér stað við bruna svartolíunnar hefur verið lagt til að landtengja stór skip eins og skemmtiferðaskipin við rafmagn í höfnum. Þetta er nú þegar gert með minni skip, allt upp í stærð togara. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er það hins vegar svo kostnaðarsamt að landtengja stærri skip með meiri orkuþörf að ríkið verði að koma að fjármögnun þess. „Við hefðum auðvitað mestan áhuga á það yrði gert en það verður ekki gert, hvorki í Reykjavík né úti á landi, nema með verulegum styrk ríkisins,“ sagði Gísli í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í samtali við Vísi bendir hann á að orkuþörf skemmtiferðaskipanna sé á við þokkalega stór sveitarfélög á Íslandi. Hún geti verið á bilinu 4-15 megavött. Því þurfi einnig samstarf við orkufyrirtæki eigi landtenging stórra skipa að verða að veruleika. Gísli segir að lítil umræða eigi sér stað innan hins opinbera um að rafvæða hafnir með þessum hætti. Í þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum sé talað um að æskilegt sé að ráðast í verkefnið en ekki bent á neinar leiðir til að koma því til framkvæmdar.Vill koma upp bannsvæði svartolíu í kringum ÍslandÍ millitíðinni hvetur Gísli íslensk stjórnvöld til þess að löggilda viðauka MARPOL-alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun frá skipum og banna notkun svartolíu umhverfis landið. Samkvæmt þeim samningi hefur bruni svartolíu verið bannaður innan sérstakra svæða sem hafa verið nefn ECA-svæði, þar á meðal í Eystrasalti. Gísli segir að slíkt svæði í kringum Ísland myndi draga verulega úr sót- og brennisteinsmengun frá skemmtiferðaskipum. „Það er aðgerð sem ríkið getur auðveldlega gripið til,“ sagði Gísli við Bylgjuna. Reglugerð er þegar í gildi sem kveður á um að skipin eigi að brenna skipagasolíu sem er léttari en svartolían þegar þau eru við höfn á Íslandi. Gísli segir þó að sót frá svartolíunni innan í reykháfunum geti haldið áfram að losna þó að skipt sé um eldsneytið. „Afgerandi bann við svartolíu væri mjög stórt skref í að draga úr megnun frá öllum skipum,“ segir Gísli. Stjórn Faxaflóahafna hafi meðal annars samþykkt ályktun um að banna ætti svartolíu í Norðurhöfum og að taka upp ECA-svæði. Þar með væri gengið eins langt og kostur væri í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og mengun frá skipum. „Svartolía er bara næsti bær við kol og hún á að heyra fortíðinni til, sérstaklega í Norðurhöfum sem eru viðkvæmari fyrir mengun en önnur svæði,“ segir Gísli við Vísi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ekki er hægt að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi án aðkomu stjórnvalda og banna ætti bruna svartolíu við strendur landsins til að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsaloftegunda, að sögn hafnarstjóra Faxaflóahafna. Svifryksmegnun við Reykjavíkurhöfn mælist um tvöhundruð sinnum meiri en eðlilegt má teljast þegar skemmtiferðaskip liggja þar við bryggju, samkvæmt rannsókn sem Náttúruverndarsamtök Íslands með aðstoð þýskra samtaka kynntu í gær. Flest skemmtiferðaskipin brenna svartolíu en við bruna hennar losnar mikið magn sótagna út í andrúmsloftið. Slíkar agnir eru skaðlegar heilsu manna og eru loftmengun af þessu tagi talin ábyrg fyrir dauða milljóna manna um allan heim árlega.Sjá einnig:Menga eins og milljón bílar Bruni svartolíunnar losar einnig verulegt magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Sótagnirnar geta ennfremur magnað hlýnunina þegar þær setjast á snjó og ís á norðurskautinu. Þær dekkja yfirborðið sem drekkur þá í sig sólargeislun sem hefði annars endurkastast af skjannahvítu yfirborðinu aftur út í geim.Mikil loftmengun mældist við höfnina þegar þýskur sérfræðingur kannaði það í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands.Orkuþörf á við þokkalega stór sveitarfélögTil að draga úr þessari mengun sem á sér stað við bruna svartolíunnar hefur verið lagt til að landtengja stór skip eins og skemmtiferðaskipin við rafmagn í höfnum. Þetta er nú þegar gert með minni skip, allt upp í stærð togara. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er það hins vegar svo kostnaðarsamt að landtengja stærri skip með meiri orkuþörf að ríkið verði að koma að fjármögnun þess. „Við hefðum auðvitað mestan áhuga á það yrði gert en það verður ekki gert, hvorki í Reykjavík né úti á landi, nema með verulegum styrk ríkisins,“ sagði Gísli í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í samtali við Vísi bendir hann á að orkuþörf skemmtiferðaskipanna sé á við þokkalega stór sveitarfélög á Íslandi. Hún geti verið á bilinu 4-15 megavött. Því þurfi einnig samstarf við orkufyrirtæki eigi landtenging stórra skipa að verða að veruleika. Gísli segir að lítil umræða eigi sér stað innan hins opinbera um að rafvæða hafnir með þessum hætti. Í þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum sé talað um að æskilegt sé að ráðast í verkefnið en ekki bent á neinar leiðir til að koma því til framkvæmdar.Vill koma upp bannsvæði svartolíu í kringum ÍslandÍ millitíðinni hvetur Gísli íslensk stjórnvöld til þess að löggilda viðauka MARPOL-alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun frá skipum og banna notkun svartolíu umhverfis landið. Samkvæmt þeim samningi hefur bruni svartolíu verið bannaður innan sérstakra svæða sem hafa verið nefn ECA-svæði, þar á meðal í Eystrasalti. Gísli segir að slíkt svæði í kringum Ísland myndi draga verulega úr sót- og brennisteinsmengun frá skemmtiferðaskipum. „Það er aðgerð sem ríkið getur auðveldlega gripið til,“ sagði Gísli við Bylgjuna. Reglugerð er þegar í gildi sem kveður á um að skipin eigi að brenna skipagasolíu sem er léttari en svartolían þegar þau eru við höfn á Íslandi. Gísli segir þó að sót frá svartolíunni innan í reykháfunum geti haldið áfram að losna þó að skipt sé um eldsneytið. „Afgerandi bann við svartolíu væri mjög stórt skref í að draga úr megnun frá öllum skipum,“ segir Gísli. Stjórn Faxaflóahafna hafi meðal annars samþykkt ályktun um að banna ætti svartolíu í Norðurhöfum og að taka upp ECA-svæði. Þar með væri gengið eins langt og kostur væri í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og mengun frá skipum. „Svartolía er bara næsti bær við kol og hún á að heyra fortíðinni til, sérstaklega í Norðurhöfum sem eru viðkvæmari fyrir mengun en önnur svæði,“ segir Gísli við Vísi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent