Þegar sérhagsmunagæslan þvælist fyrir Bolli Héðinsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur.