Minnsta menningarsetur landsins rís í náttborði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 20:30 Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar." Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skakkasafn er skiptibókasafn í náttborði sem eflir nágrannavitund og kærleika. Næsta skref er að opna Gallerý Skúffu í náttborðsskúffunni. Í Smáíbúðahverfinu rís nú menningarsetur með bókasafni og gallerýi. Setrið er mögulega minnst sinnar tegundar en það er hýst í gömlu náttborði við Sogaveginn. Hugmyndin er að færa menninguna út í hverfin og efla nágrannakærleikann. Bókasafnið er að bandarískri fyrirmynd þar sem fólk getur deilt góðum bókum með nágrönnum sínum. „Þetta heitir Skakkasafn. Þetta átti að heita Sogavegssafn en þegar það var komið á staurinn var það svo skakkt, þannig að nafnið kom að sjálfu sér," segir Brynhildur Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Skakkasafn var fyrst sett upp fyrir tveimur árum en fauk niður síðustu jól. Nú er búið að endurbyggja safnið úr gömlu náttborði. „Stór hluti af hugmyndafræðinni er að vinna úr endurnýjanlegum hlutum, vinna úr efni sem er þegar til sem færi annars á haugana, og gera eitthvað nýtt til að fegra umhverfið,“ segir Brynhildur sem hefur stóra drauma um framtíð safnsins. Á næstu vikum mun nefnilega Gallerý skúffa opna, við hlið bókasafnsins, þar sem listamenn geta sýnt verk sín í náttborðsskúffunni. Þá mun Skakkasafn verða að sannkölluðu menningarsetri. Brynhildur segir hugmyndafræðina snúast um að efla menninguna úti í hverfunum - en ekki takmarka hana við 101 Reykjavík. „Þetta snýst um að gera almennileg almenningsrými í hverfinu. Gera eitthvað til að auka hverfiskærleikann. Ég þekki nágranna mína betur eftir að ég byggði safnið, við tölum saman um bækur og skiptumst á uppáhalds bókunum okkar."
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira