Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 14:21 Ryan (t.v.) og McConnell (t.h.) sitja nú undir skeytasendingum eigin forseta. Vísir/AFP Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í Bandaríkjaþingi bera ábyrgð á því „klúðri“ sem mun skapast þegar hækka þarf skuldaþak bandaríska ríkisins, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann hélt áfram árásum sínum á leiðtoga eigin flokks á Twitter í morgun. Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, og Paul Ryan, leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, urðu fyrir barðinu á bræði forsetans í morgun. Sakaði Trump þá um að hafa hunsað tillögu sína um lausn á fyrirsjáanlegum átökum um skuldamál ríkissjóðs. Vildi Trump að þeir tengdu tillögu um að hækka skuldaþak ríkisins við vinsælt frumvarp um aðstoð við uppgjafarhermenn sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt. Það gerðu Ryan og McConnell hins vegar ekki. „Þeir gerðu það ekki svo að nú þurfum við að eiga við demókrata sem tefja (eins og venjulega!) samþykkt skuldaþaksins. Hefði getað verið svo auðvelt-nú er það klúður!“ tísti Trump í morgun.Trump spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um.Vísir/AFPÞurfa að hækka þakið til að halda ríkisrekstinum gangandi Bandaríska alríkisstjórnin hefur þurft að fjármagna rekstur sinn með lántökum undanfarin ár. Bandaríkjaþing hefur hins vegar sett þak á hversu mikið ríkisstjórnin getur skuldsett ríkissjóð. Þingmenn þurfa að samþykkja að hækka þakið fyrir lok næsta mánaðar en annars er hætta á að rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvist. Það gerðist síðast í hálfan mánuð í október árið 2013 vegna andstöðu hóps repúblikana við að hækka þakið. Barack Obama, forveri Trump, gerði samkomulag við þingið árið 2015 um að lyfta skuldaþakinu þar til í mars á þessu ári. Fjármálaráðuneytið notaði neyðarráðstafanir til þess að fresta greiðsluþroti alríkissins þá en lokafrestur til að hækka skuldaþakið rennur út 29. september, að því er segir í frétt Washington Post. Halli bandaríska alríkissjóðsins er nú talinn verða um 800 milljarðar dollarar þegar fjárlagaárið endar 30. september.Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak á skuldsetningu ríkissjóðs til að rekstur alríkisstjórnarinnar geti haldið áfram í lok næsta mánaðar.Vísir/AFPHafa ekki ræðst við í nokkrar vikurSvo vill til að skuldaþaksfresturinn rennur út á sama tíma og þingið þarf að samþykkja ný fjárlög. Trump hefur þegar hótað því að leyfa alríkisstjórninni að stöðvast til þess að knýja fram fjárveitingar til umdeilds landamæramúrs sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Ryan lýsti því yfir í gær að hann teldi lokun alríkisstjórnarinnar landinu ekki til hagsbóta jafnvel þó að hann teldi landamæramúrinn nauðsynlegan. Trump hefur troðið illsakir við leiðtoga Repúblikanaflokksins undanfarið, ekki síst McConnell. New York Times sagði frá því fyrr í þessari viku að þeir hafi ekki ræðst við um nokkurra vikna skeið eftir að þeir hreittu ónotum hvor í annan í símtali snemma í ágúst. Forsetinn hefur ítrekað ráðist á McConnell og fleiri repúblikana í ræðu og í riti á Twitter undanfarnar vikur.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni. 23. ágúst 2017 21:39