„Glimmerskarð er alveg glimrandi nafn í mínum huga“ Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2017 12:43 Þverpólitísk samstaða er um það í Hafnarfirði að vera standandi bit á fyrirbæri sem heitir örnefnanefnd. Örnefnanefnd hefur gert Hafnfirðingum það heyrinkunnugt að nafnið Glimmerskarð, sem ætlað er á götu í nýju hverfi í Hafnarfirði, sé bara alls ekki nógu gott. RUV greindi frá þessu í gær og ekki stendur á viðbrögðum; Hafnfirðingar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeir eru gáttaðir. „Satt að segja vissi ég ekki hvort ætti að taka þetta erindi alvarlega eða ekki,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði undrandi á Facebooksíðu sinni. „Svo gæti maður líka spurt sig hvort ríkið sé kannski of bólgið og viðfangsefnin skorti sums staðar?“Þverpólitísk samstaða um að furða sig á örnefnanefnd Hinir pólitísku andstæðingar í Hafnarfirði, Rósa og svo Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingar, eru oftar en ekki á öndverðum meiði en ekki í þessu máli. „Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að það væri fólk á launum hjá okkur skattborgurum við það að hafa skoðanir á götunöfnum en annað kom í ljós á fundi bæjarráðs í morgun. Hin æruverðuga örnefnanefnd fílar ekki Glimmerskarð og biður um að götunni verði fundið annað og virðulegra nafn.“ Gunnar Axel segir að ekki sé öll vitleysan eins, smekkur fólks á götunöfnum sé augljóslega misjafn en hann setur spurningarmerki við hvort það eigi að vera einhver nefnd sem sker úr um slíkt. „Eiginlega það sem ég staldra helst við í þessu. Borið saman við það sem maður sér í öðrum löndum held ég reyndar að íslensk götunöfn séu heilt yfir fremur einsleit og jafnvel leiðinleg ef út í það er farið.“ Og Guðlaug Kristjánsdóttir (BF) forseti bæjarstjórnar lætur ekki sitt eftir liggja: „Ekki vissi ég að mannanafnanefnd ætti þessa líka hressu systur. Örnefnanefnd. Sem fílar ekki orðið glimmer. Hér er kannski komin skýringin á því að gatan Íbúfen er ekki í fenjunum...“ og helst á henni að skilja að hún viti ekki hvort hún eigi að hlæja eða gráta.Vald örnefndanefndar yfir vafa hafiðÚrskurðarvald nefndarinnar virðist yfir vafa hafið en í lögum um nefndina segir meðal annars: „Hafni örnefnanefnd tillögu að nafngift ber henni að senda aðila máls rökstuðning og eftir atvikum tillögu að mögulegri málamiðlun. Aðili máls skal innan átta vikna bregðast við ákvörðun örnefnanefndar en að öðrum kosti úrskurðar nefndin um nýtt nafn. Örnefnanefnd er heimilt að leita álits sérfræðinga utan nefndarinnar ef þurfa þykir. Úrlausnir örnefnanefndar samkvæmt lögum þessum eru endanlegar á stjórnsýslustigi og ekki kæranlegar til ráðherra.“Ekki um beina tilskipun að ræðaRósa bendir á að í bréfi nefndarinnar sé ekki um beina tilskipun að ræða heldur fyrirspurn eða tilmælum til bæjarins. „Engin hefð er fyrir slíku heiti meðal íslenskra örnefna. Hugtakið glimmer er þekkt í jarðfræði þótt það sé ekki eitt af kunnari hugtökum hugtökum þeirrar fræðigreinar þegar kemur að íslenskri jarðfræði. Önnur heiti gagna í skipulaginu virðast einnig bera þekkta orðliði úr íslensku jarðfræðimáli, t.d. apall, hraun, tinna o.fl. Aðrir orðliðir virðast sóttir í íslenskt landslag þótt þar sé ekki endilega um hugtök í jarðfræði að ræða, t.d. drangur, vík, bjarg og hádegi (Hádegisskarð er reyndar til sem örnefni á þessum slóðum). Telur bærinn koma til greina að velja annað nafn á götuna en Glimmerskarð, t.d. nafn sem samræmist betur íslenskum nafngiftarhefðum og vísar til þekktari fyrirbæris í íslenskri jarðfræði eða úr íslensku landslagi?“ En, hvert verður framhald málsins? Rósa segir von að spurt sé. „Ég er mjög undrandi á þessum viðbrögðum, glimmer er steintegund og Glimmerskarð er alveg glimrandi nafn í mínum huga. Mér finnst í raun magnað að til sé nefnd á vegum ríkisins sem sé að hafa afskipti af götuheitum með þessum hætti, og spurning hvort tíma og fjármunum sé vel varið? „Ég legg mikla áherslu á að Hafnarfjörður og þá önnur sveitarfélög hafi frelsi í þessum efnum.“Stafrófið á reyki í Hafnarfirði En, spurt er um aðrar ábendingar í bréfinu svo sem með að götuheiti líkist hvert öðru og það geti snúið að öryggissjónarmiðum þá varðandi það að ekkert fari á milli mála þegar kalla þarf til sjúkrabíla, til dæmis. Og svo það að götunöfnum er ekki raðað í stafrófsröð miðað við staðsetningu. Fer stafrófið eitthvað á milli mála í Hafnarfirðinum? „Aðrar ábendingar í bréfinu verða að sjálfsögðu skoðaðar, þar sem sett er út á að tiltekin götuheiti séu of lík,“ segir Rósa sem bendir á að að í dag séu allt önnur tæki og tækni notuð til að rata á milli gatna en stafrófsröð. „En, þetta þarf að skoðast,“ segir Rósa og dæsir. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Örnefnanefnd hefur gert Hafnfirðingum það heyrinkunnugt að nafnið Glimmerskarð, sem ætlað er á götu í nýju hverfi í Hafnarfirði, sé bara alls ekki nógu gott. RUV greindi frá þessu í gær og ekki stendur á viðbrögðum; Hafnfirðingar vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeir eru gáttaðir. „Satt að segja vissi ég ekki hvort ætti að taka þetta erindi alvarlega eða ekki,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði undrandi á Facebooksíðu sinni. „Svo gæti maður líka spurt sig hvort ríkið sé kannski of bólgið og viðfangsefnin skorti sums staðar?“Þverpólitísk samstaða um að furða sig á örnefnanefnd Hinir pólitísku andstæðingar í Hafnarfirði, Rósa og svo Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingar, eru oftar en ekki á öndverðum meiði en ekki í þessu máli. „Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að það væri fólk á launum hjá okkur skattborgurum við það að hafa skoðanir á götunöfnum en annað kom í ljós á fundi bæjarráðs í morgun. Hin æruverðuga örnefnanefnd fílar ekki Glimmerskarð og biður um að götunni verði fundið annað og virðulegra nafn.“ Gunnar Axel segir að ekki sé öll vitleysan eins, smekkur fólks á götunöfnum sé augljóslega misjafn en hann setur spurningarmerki við hvort það eigi að vera einhver nefnd sem sker úr um slíkt. „Eiginlega það sem ég staldra helst við í þessu. Borið saman við það sem maður sér í öðrum löndum held ég reyndar að íslensk götunöfn séu heilt yfir fremur einsleit og jafnvel leiðinleg ef út í það er farið.“ Og Guðlaug Kristjánsdóttir (BF) forseti bæjarstjórnar lætur ekki sitt eftir liggja: „Ekki vissi ég að mannanafnanefnd ætti þessa líka hressu systur. Örnefnanefnd. Sem fílar ekki orðið glimmer. Hér er kannski komin skýringin á því að gatan Íbúfen er ekki í fenjunum...“ og helst á henni að skilja að hún viti ekki hvort hún eigi að hlæja eða gráta.Vald örnefndanefndar yfir vafa hafiðÚrskurðarvald nefndarinnar virðist yfir vafa hafið en í lögum um nefndina segir meðal annars: „Hafni örnefnanefnd tillögu að nafngift ber henni að senda aðila máls rökstuðning og eftir atvikum tillögu að mögulegri málamiðlun. Aðili máls skal innan átta vikna bregðast við ákvörðun örnefnanefndar en að öðrum kosti úrskurðar nefndin um nýtt nafn. Örnefnanefnd er heimilt að leita álits sérfræðinga utan nefndarinnar ef þurfa þykir. Úrlausnir örnefnanefndar samkvæmt lögum þessum eru endanlegar á stjórnsýslustigi og ekki kæranlegar til ráðherra.“Ekki um beina tilskipun að ræðaRósa bendir á að í bréfi nefndarinnar sé ekki um beina tilskipun að ræða heldur fyrirspurn eða tilmælum til bæjarins. „Engin hefð er fyrir slíku heiti meðal íslenskra örnefna. Hugtakið glimmer er þekkt í jarðfræði þótt það sé ekki eitt af kunnari hugtökum hugtökum þeirrar fræðigreinar þegar kemur að íslenskri jarðfræði. Önnur heiti gagna í skipulaginu virðast einnig bera þekkta orðliði úr íslensku jarðfræðimáli, t.d. apall, hraun, tinna o.fl. Aðrir orðliðir virðast sóttir í íslenskt landslag þótt þar sé ekki endilega um hugtök í jarðfræði að ræða, t.d. drangur, vík, bjarg og hádegi (Hádegisskarð er reyndar til sem örnefni á þessum slóðum). Telur bærinn koma til greina að velja annað nafn á götuna en Glimmerskarð, t.d. nafn sem samræmist betur íslenskum nafngiftarhefðum og vísar til þekktari fyrirbæris í íslenskri jarðfræði eða úr íslensku landslagi?“ En, hvert verður framhald málsins? Rósa segir von að spurt sé. „Ég er mjög undrandi á þessum viðbrögðum, glimmer er steintegund og Glimmerskarð er alveg glimrandi nafn í mínum huga. Mér finnst í raun magnað að til sé nefnd á vegum ríkisins sem sé að hafa afskipti af götuheitum með þessum hætti, og spurning hvort tíma og fjármunum sé vel varið? „Ég legg mikla áherslu á að Hafnarfjörður og þá önnur sveitarfélög hafi frelsi í þessum efnum.“Stafrófið á reyki í Hafnarfirði En, spurt er um aðrar ábendingar í bréfinu svo sem með að götuheiti líkist hvert öðru og það geti snúið að öryggissjónarmiðum þá varðandi það að ekkert fari á milli mála þegar kalla þarf til sjúkrabíla, til dæmis. Og svo það að götunöfnum er ekki raðað í stafrófsröð miðað við staðsetningu. Fer stafrófið eitthvað á milli mála í Hafnarfirðinum? „Aðrar ábendingar í bréfinu verða að sjálfsögðu skoðaðar, þar sem sett er út á að tiltekin götuheiti séu of lík,“ segir Rósa sem bendir á að að í dag séu allt önnur tæki og tækni notuð til að rata á milli gatna en stafrófsröð. „En, þetta þarf að skoðast,“ segir Rósa og dæsir.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira