Sveitarstjórnarmenn segja ekkert hlustað á íbúa á norðanverðum Vestfjörðum Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2017 15:15 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn með nefndinni. Vísir/Pjetur Sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum urðu fyrir miklum vonbrigðum með fund sem þeir áttu með nefnd um stefnumótun í fiskeldismálum í vikunni. Þeir telja að nefndin ætli sér ekki að taka tillit til hagsmuna íbúa á svæðinu og ekki sé hægt að búast við að hún leggi fram stefnumótun í fiskeldismálum. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skipaði nefnd um stefnumótun í fiskeldismálum sem tók til starfa í fyrra haust. Sveitarstjórnarmenn á Ísafirði, í Bolungarvík og Súðavík segja í sameiginlegri yfirlýsingu í gærkvöldi að þessi sveitarfélög hafi haft lítið að segja af þessari nefnd fyrir utan spurningarlista snemma á þessu ári sem hafi meira og minna miðað við þau sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem fiskeldi væri þegar hafið. Fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra hafi sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum fyrst fengið fund með nefndinni síðastliðinn þriðjudag, en á fundi í byrjun júlí hafi ráðherrann undrast að nefndin hafði ekki haft samband við stjórnendur þessara sveitarfélaga. Nefndin á að skila af sér tillögum hinn 15. ágúst. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir hann, bæjarstjórann í Bolungarvík og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps vægast sagt hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn með nefndinni. „Við áttum von á að þessi stefnumótandi nefnd í fiskeldi væri að vinna þetta eins og títt er um stefnumótun. Að kanna alla hagsmuni, leiða þá saman og búa til framtíðarsýn um hvernig við nálgumst fiskeldi í landinu,“ segir Gísli Halldór.Það býr fólk en ekki bara laxar við Ísafjarðardjúp Hins vegar hafi menn upplifað fundinn með þeim hætti að nefndin ætlaði að koma með einhvern Salómonsdóm þar sem reynt væri að sætta sjónarmið veiðirétthafa í ám og fiskeldis, með því að færa Ísafjarðardjúp undir þau stóru svæði umhverfis landið þar sem laxeldi í sjó var bannað um aldamótin. En fjögur fyrirtæki hafa í mörg ár unnið að undirbúningi laxeldis í fjörðum við Ísafjarðardjúp. „Okkur þótti undarlegt að sjónarmið íbúanna eða hagsmunir þeirra ættu bara ekkert að vigta í þessari vinnu. Í raun og veru kom í ljós að skýrsla frá Hafró sem unnin var á tveimur mánuðum og kom í sumar löngu eftir að nefndin hóf störf, eigi að vera hornsteinninn í hennar niðurstöðum. Að því að okkur er sagt að minnsta kosti, eða við skildum það þannig,“ segir Gísli Halldór. Mikil þróun hafi átt sér stað í laxeldi í sjó og Íslendingar geti til dæmis lært af reynslu Færeyinga sem hafi nánast útrýmt sjúkdómum í sínu laxeldi. Hægt sé að koma í veg fyrir slysasleppingar til að verja tvær laxveiðiár við Ísafjarðardjúp og gera þurfi skýrslu um hagræn áhrif fiskeldisins. „Við erum að tala um sjálfbærni. Við viljum sjálfbærni og sjálfbærni felst í því að fólk eigi sér framtíð án þess að það gangi um of á auðlindir náttúrunnar. Ef við ætlum að taka tillit til þessa, sjálfbærninnar, þarf að kanna hvernig fólki reiðir af. Til þess viljum við fá þessa skýrslu um hagræn áhrif því það býr fólk við Ísafjarðardjúp en ekki bara þessir fimm hundruð laxar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Tengdar fréttir Segja hagsmuni íbúa að engu hafða Sveitarstjórarnir segja fund sinn með nefndinni, sem haldinn var 1. ágúst síðastliðinn, hafa ollið þeim verulegum vonbrigðum. Þá er þess krafist að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði einnig höfð til grundvallar við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. 3. ágúst 2017 09:37 Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. 26. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum urðu fyrir miklum vonbrigðum með fund sem þeir áttu með nefnd um stefnumótun í fiskeldismálum í vikunni. Þeir telja að nefndin ætli sér ekki að taka tillit til hagsmuna íbúa á svæðinu og ekki sé hægt að búast við að hún leggi fram stefnumótun í fiskeldismálum. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skipaði nefnd um stefnumótun í fiskeldismálum sem tók til starfa í fyrra haust. Sveitarstjórnarmenn á Ísafirði, í Bolungarvík og Súðavík segja í sameiginlegri yfirlýsingu í gærkvöldi að þessi sveitarfélög hafi haft lítið að segja af þessari nefnd fyrir utan spurningarlista snemma á þessu ári sem hafi meira og minna miðað við þau sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem fiskeldi væri þegar hafið. Fyrir tilstuðlan Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra hafi sveitarstjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum fyrst fengið fund með nefndinni síðastliðinn þriðjudag, en á fundi í byrjun júlí hafi ráðherrann undrast að nefndin hafði ekki haft samband við stjórnendur þessara sveitarfélaga. Nefndin á að skila af sér tillögum hinn 15. ágúst. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir hann, bæjarstjórann í Bolungarvík og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps vægast sagt hafa orðið fyrir vonbrigðum með fundinn með nefndinni. „Við áttum von á að þessi stefnumótandi nefnd í fiskeldi væri að vinna þetta eins og títt er um stefnumótun. Að kanna alla hagsmuni, leiða þá saman og búa til framtíðarsýn um hvernig við nálgumst fiskeldi í landinu,“ segir Gísli Halldór.Það býr fólk en ekki bara laxar við Ísafjarðardjúp Hins vegar hafi menn upplifað fundinn með þeim hætti að nefndin ætlaði að koma með einhvern Salómonsdóm þar sem reynt væri að sætta sjónarmið veiðirétthafa í ám og fiskeldis, með því að færa Ísafjarðardjúp undir þau stóru svæði umhverfis landið þar sem laxeldi í sjó var bannað um aldamótin. En fjögur fyrirtæki hafa í mörg ár unnið að undirbúningi laxeldis í fjörðum við Ísafjarðardjúp. „Okkur þótti undarlegt að sjónarmið íbúanna eða hagsmunir þeirra ættu bara ekkert að vigta í þessari vinnu. Í raun og veru kom í ljós að skýrsla frá Hafró sem unnin var á tveimur mánuðum og kom í sumar löngu eftir að nefndin hóf störf, eigi að vera hornsteinninn í hennar niðurstöðum. Að því að okkur er sagt að minnsta kosti, eða við skildum það þannig,“ segir Gísli Halldór. Mikil þróun hafi átt sér stað í laxeldi í sjó og Íslendingar geti til dæmis lært af reynslu Færeyinga sem hafi nánast útrýmt sjúkdómum í sínu laxeldi. Hægt sé að koma í veg fyrir slysasleppingar til að verja tvær laxveiðiár við Ísafjarðardjúp og gera þurfi skýrslu um hagræn áhrif fiskeldisins. „Við erum að tala um sjálfbærni. Við viljum sjálfbærni og sjálfbærni felst í því að fólk eigi sér framtíð án þess að það gangi um of á auðlindir náttúrunnar. Ef við ætlum að taka tillit til þessa, sjálfbærninnar, þarf að kanna hvernig fólki reiðir af. Til þess viljum við fá þessa skýrslu um hagræn áhrif því það býr fólk við Ísafjarðardjúp en ekki bara þessir fimm hundruð laxar,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Tengdar fréttir Segja hagsmuni íbúa að engu hafða Sveitarstjórarnir segja fund sinn með nefndinni, sem haldinn var 1. ágúst síðastliðinn, hafa ollið þeim verulegum vonbrigðum. Þá er þess krafist að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði einnig höfð til grundvallar við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. 3. ágúst 2017 09:37 Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. 26. júlí 2017 22:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Segja hagsmuni íbúa að engu hafða Sveitarstjórarnir segja fund sinn með nefndinni, sem haldinn var 1. ágúst síðastliðinn, hafa ollið þeim verulegum vonbrigðum. Þá er þess krafist að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði einnig höfð til grundvallar við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. 3. ágúst 2017 09:37
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. 26. júlí 2017 22:30