Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 11:30 Erfitt er að endurvinna einnota kaffihylki. Þau eru gjarnan úr blöndu áls og plasts og í þeim er oft lífrænn úrgangur. Vísir/AFP Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð. Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus selur nú eru sums staðar bönnuð. Milljarðar þeirra hafa verið framleiddir og er stór hluti þeirra urðaður eftir að þeim er hent í ruslið. Vísir sagði frá því í gær að Bónus hefði hafið sölu á hylkjum fyrir Nespresso-kaffivélar. Hylki Nespresso eru einnota og eru búin til úr áli. Flest önnur slík hylki á markaðinum eru úr plasti eða álfilmum. Mikil umræða hefur farið fram um umhverfisáhrif hylkjanna undanfarin ár enda hefur reynst erfitt að endurvinna þau.Útlæg hjá borgaryfirvöldum í HamborgYfirvöld í þýsku borginni Hamborg bönnuðu stofnunum sínum að kaupa hylki af þessu tagi, að því er kom fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þau í fyrra. „Þessi einnota hylki valda óþarfa eyðslu á auðlindum og mynda úrgang sem inniheldur oft mengandi ál,“ sagði í skýrslu borgaryfirvalda. Nespresso, sem er hluti af svissneska Nestlé-veldinu, hefur ekki viljað gefa út hversu hátt hlutfall af notuðum hylkjum af þessu tagi er endurunnið en fyrirtækið rekur eigin endurvinnslu. Þess í stað hefur það lagt áherslu á endurvinnslugetu sína í opinberum svörum. Segist það geta endurunnið 80% notaðra hylkja. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að einnota hylkjunum sé ætlað að draga úr vatns- og kaffisóun og draga úr kolefnisfótspori hvers kaffibolla. Í umfjöllun The Guardian frá árinu 2015 kom fram að Nespresso hefði selt meira en 27 milljarða einnota hylkja til og með 2012.Framleiðendur hylkjanna verja þau og segja þau draga úr sóun þegar kaffi er lagað.Vísir/AFPGagnrýnt af fyrrverandi forstjóra NespressoÍ maí var greint frá því að Nespresso ætlaði að reyna að auðvelda breskum neytendum að endurvinna álhylkin vegna þrýstings umhverfisverndarsinna. Tilraunaverkefni hófst þá þar sem íbúar í hlutum London gátu fengið sérstakan poka undir notuð hylki fyrir endurvinnsluna sem yrðu svo sendir í endurvinnslustöð fyrirtækisins. Á meðal þeirra sem hafa verið gagnrýnir á Nespresso-hylkin er Jean-Paul Gaillard, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem hefur síðan stofnað eigið kaffifyrirtæki. „Þetta verður hörmung og það er kominn tími til að grípa til aðgerða vegna þess. Fólk ætti ekki að fórna umhverfinu fyrir þægindin,“ hafði ástralska fréttastöðin ABC eftir Gaillard í fyrra. Þar kom einnig fram að það tekur plast- og álhylkin á bilinu 150 til 500 ár að brotna niður eftir að þau hafa verið urðuð.
Neytendur Tengdar fréttir Festi vill selja Nespresso hylkin 24. maí 2017 10:00 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði