Stóriðju- og virkjanaárátta – stríð á hendur ósnortnum víðernum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tómas Guðbjartsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar