Varaforseti Bandaríkjanna þvertekur fyrir forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2017 11:04 Mike Pence hyggur alls ekki á forsetaframboð ef marka má afdráttarlausa yfirlýsingu hans. Vísir/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli. Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur brugðist reiður við fréttum af hugsanlegu forsetaframboði hans árið 2020. Segir hann fréttirnar móðgandi fyrir sig og alla fjölskyldu sína og starfslið. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að ýmislegt í dagskrá og fjáröflun Pence væru dæmigerð fyrir þá sem væru að búa í haginn fyrir forsetaframboð. Þannig sagði New York Times frá því á sunnudag að Pence hefði sett á laggirnar fjáröflunarnefnd og varaforsetinn hefði safnað milljón dollara á viðburði í Washington-borg í síðustu viku. Af fréttunum mátti þannig skilja að Pence og hópur repúblikana væru að gera sig tilbúna fyrir að Donald Trump forseti bjóði sig annað hvort ekki fram aftur eftir þrjú ár eða að hann muni ekki endast kjörtímabilið. Blaðið hafði þó eftir heimildamönnum sínum að Pence færi aðeins fram ef Trump yrði ekki í framboði.Segir fullyrðingar NYT algerlega rangarStutt forsetatíð Trump hefur einkennst af glundroða en rannsókn sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnda á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa hefur legið þungt á forsetanum. Trump hefur ekkert gefið í skyn að hann muni ekki bjóða sig fram aftur og hefur í raun þegar hafið undirbúning fyrir annað forsetaframboð. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði Pence að frétt New York Times væri skammarleg og að fullyrðingarnar í henni væru algerlega rangar. Pence sagði jafnframt að hann og starfslið hans beindu nú öllum kröftum sínum að því að vinna að stefnumálum Trump og að tryggja endurkjör hans árið 2020. Talsmaður New York Times segir hins vegar í yfirlýsingu til Washington Post að blaðið standi við frétt sína og hyggist láta hana tala eigin máli.
Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira