Félagsmálaráðherra vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:45 Costco og IKEA hafa að mati Þorsteins haft góð áhrif á vöruverð á Íslandi, áhrif sem hann vill einnig ná fram í landbúnaði. Vísir Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan. Costco Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.
Costco Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira