Félagsmálaráðherra vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:45 Costco og IKEA hafa að mati Þorsteins haft góð áhrif á vöruverð á Íslandi, áhrif sem hann vill einnig ná fram í landbúnaði. Vísir Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan. Costco Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.
Costco Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira